Kennslumiðstöð

Hjá kennslumiðstöð FA er unnið að þróun kennsluaðferða í framhaldsfræðslu. Þar geta verkefnastjórar hjá símenntunarmiðstöðvum og mannauðs-/fræðslustjórar í fyrirtækjum fundið verkfæri sem styðja við hæfniþróun leiðbeinenda og aukið gæði í kennslu.

Hjá kennslumiðstöð FA má finna eftirtalin verkfæri:

Skilgreiningar á starfi leiðbeinenda/Starfaprófíll
  • Starf leiðbeinanda í fullorðinsfræðslu var greint með aðferð FA til hæfnigreiningar starfs. Niðurstaða þeirrar greiningar er starfaprófíll.
Sjálfsmatslisti
  • Inniheldur skilgreind hæfniviðmið starfs leiðbeinenda. Með því að fylla út sjálfsmatslistann gefst leiðbeinendum kostur á að meta eigin hæfni. Hæfni leiðbeinenda er skilgreind á þremur stigum þar sem hæfnikröfur aukast frá stigi 1 til 3.
Vegvísir
  • Er lifandi gagnagrunnur yfir námskeið og aðrar mögulegar leiðir til að auka við hæfni leiðbeinenda.

Þeir sem sinna fræðslumálum og ráðningum í störf eru hvattir til að benda leiðbeinendum í sínum á verkfæri kennslumiðstöðvar. Benda þeim á að fara í gegnum sjálfsmatslistann til að meta hæfni sína og vegvísinn til að finna leiðir til að bæta hæfni sína.

SJÁLFSMATSLISTI

Hæfniviðmið starfs leiðbeinanda, þrjú stig.

OPNA

VEGVÍSIR

Gagnagrunnur fyrir námskeið og aðrar leiðir.

OPNA

Sjálfsmatslisti og vegvísir voru unnir á grunni hæfnigreiningar starfsins og þróaðir í samstarfi við Háskóla Íslands.

Starfaprófíll, sjálfsmatslisti og vegvísir eru til þess fallnir að styðja við að gæðaviðmiðum EQM gæðavottunar fyrir fræðslu sé mætt.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá frae@frae.is 

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar