Select Page
9. janúar, 2020

Raunfærnimat í atvinnulífinu

Fyrsta grein ársins í veftímariti okkar um fullorðinsfræðslu, Gátt, fjallar um raunfærnimat í atvinnulífinu. 

Fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér miklar breytingar á vinnumarkaði með aukinni sjálfvirknivæðingu og gervigreind. Brýnt er að við sem samfélag undirbúum okkur fyrir þær breytingar sem hægt er að sjá fyrir. Breytingarnar verða örar og á næstu tveimur áratugum munu ótal störf hverfa og ný koma í staðinn.  

Gera má ráð fyrir að stór hluti markhóps framhaldsfræðslunnar, fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi, vinni störf sem muni taka miklum breytingum og jafnvel hverfa alveg. Í greininni verður fjallað um tilraunaverkefni sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins vinnur í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Í verkefninu felst nýung í raunfærnimati þar sem störf og hæfnikröfur starfa sem liggja til grundvallar matinu. Raunfærnimati í atvinnulífinu er ætlað að gera færni fólks sýnilega og þjálfun í kjölfarið markvissari sem er mikils virði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið allt.   

Greinina má lesa hér á vef Gáttar;