Vefurinn Næsta skref mun halda áfram starfsemi

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, undirrituðu samning þess efnis í gær. Vefurinn hefur nú verið opnaður að nýju. Tilkynnt var um lokun vefsins í mars vegna skorts á fjármagni. Viðræður um áframhaldandi fjármögnun stóðu yfir í vor […]

Uppfærð útgáfa af Evrópskum leiðbeiningum um raunfærnimat 

Evrópskar leiðbeiningar um mat á óformlegu og formlausu námi (raunfærnimat) hafa nú verið uppfærðar. Þær eru ætlaðar öllum sem koma að því að undirbúa, þróa og framkvæma raunfærnimat sem innblástur og stuðningur.  Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að einstaklingurinn sé í forgrunni í öllu ferlinu og að brugðist sé við þörfum og markmiðum. Þær […]

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2022

Ársskýrsla Fræðslusmiðstöðvar atvinnulífsins fyrir árið 2022 er komin út á rafrænu formi. Árið einkenndist af framsækni, samvinnu og samtali. Ný verkefni litu dagsins ljós með nýjum samstarfsaðilum og nýtt verkfæri bættist við verkfæri framhaldsfræðslunnar undir heitinu Fagbréf atvinnulífsins. FA fagnaði 20 ára afmæli og þrír stórir viðburðir voru haldnir á árinu í umsjón FA. Í […]

Unnið að mótun lausna fyrir aukna inngildingu innflytjenda í nám, störf og samfélag

Raddir ungra innflytjenda (18-35 ára) voru viðfangsefni Norrænnar ráðstefnu sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hafði umsjón með sl. fimmtudag, 11. maí 2023. Áhersla var á að draga fram fjölbreytt sjónarhorn, helstu áskoranir og lausnir. Yfir 80 sérfræðingar frá Íslandi og hinum Norðurlöndunum komu saman til að vinna að lausnum innan verkefnisins Raddir ungra innflytjenda – inngilding […]

Leiðarlok Næsta skrefs

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) harmar að þurfa að loka upplýsinga- og ráðgjafarvefnum Næsta skref miðvikudaginn 3. maí 2023. FA, sem hefur staðið ein að kostnaði við vefinn síðan 2021, hefur leitað allra leiða til að halda rekstri hans áfram en án árangurs. Viðræður við Menntamálastofnun og áköll til mennta- og barnamálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis auk […]

Upplýsingaöryggi fyrir fullorðna námsmenn

Í nýrri Gáttar grein fjalla Hrannar Baldursson og Guðjónína Sæmundsdóttir, frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, um þátttöku MSS í Erasmus+ verkefninu Cyber Clever. Þar voru kannaðar aðstæður í fimm þátttökulöndum og í kjölfarið hannað fimm daga námskeið í upplýsingaöryggi sem skiptist í eftirfarandi þætti: Fyrirlestrar eru stuttir en áhersla lögð á verklegar æfingar, myndbönd, hagnýt […]

Tölfræði úr starfinu

Nú hafa verið birt tölfræðgögn yfir framkvæmd í fullorðinsfræðslu árið 2022. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur frá upphafi starfseminnar, árið 2003, safnað tölfræðigögnum um framkvæmd þeirra verkfæra sem FA hefur þróað. Verkfærin sem um ræðir eru raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námsleiðir fyrir markhóp FA. Á árinu 2003 fóru fyrstu námsmennirnir í gegnum námsleiðir sem FA undirbjó […]

Næsta skref?

Tilkynning stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) þess efnis að loka upplýsinga- og ráðgjafarvefnum Næsta skref  þann 1. apríl hefur vakið mikil viðbrögð. Ákvörðunin var þungbær en óhjákvæmileg í ljósi þess að vefurinn hefur í næstum tvö ár verið rekin meira af vilja en mætti og orðið erfitt að koma til móts við þann mikla fjölda sem […]

Raddir innflytjenda

Ísland hefur á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera einsleitt samfélag í fjölmenningarlegt. Rúmlega 60.000 innflytjendur eru í landinu í dag, eða tæplega 17% þjóðarinnar. Það er því krefjandi verkefni að taka sem best á móti fólki sem vill setjast að hér á landi. Nú er hafin könnun á landsvísu meðal ungra innflytjenda […]

Næsta skref lokar

Upplýsinga- og ráðgjafarvefnum Næsta skref (www.naestaskref.is) verður lokað þann 1. apríl næstkomandi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sem hefur staðið ein að kostnaði við vefinn síðan 2021, hefur leitað allra leiða til að halda rekstri hans áfram en án árangurs. Viðræður við Menntamálastofnun og áköll til mennta- og barnamálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis auk félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytis hafa […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar