Þjálfun vegna raunfærnimats á Akureyri 14. og 15. maí 2024

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið um raunfærnimat til styttingar á námi á Akureyri 14. og 15. maí 2024. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda, en hádegismatur verður í […]

Þjálfun vegna raunfærnimats 22. og 23. apríl

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið um raunfærnimat til styttingar á námi 22. og 23. apríl 2024. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Fullt var á námskeiðið í mars og því er aftur boðið uppá námskeið nú í apríl 2024. Ekkert […]

Framhaldsfræðslan: Erlendir ríkisborgarar í námi og raunfærnimati 2017 – 2022

Í nýrri grein í Gátt er skoðað hversu hátt hlutfall af erlendum ríkisborgurum luku raunfærnimati og námi innan framhaldsfræðslukerfisins á árunum 2017 – 2022. Þetta er skoðað út frá þeim tölfræðiupplýsingum sem er safnað í framhaldsfræðslukerfinu fyrir þessa þætti. Það sem vekur athygli í greininni er að 29% þeirra sem luku námi framhaldfræðslunnar eru erlendir […]

Tillögur að auknum náms- og starfstækifærum fyrir fatlað fólk

Starfshópur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk hefur lagt til aukið samstarf milli Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fjölmenntar. Tillögurnar fela meðal annars í sér að aukið verði aðgengi fatlaðs fólks að vottuðu starfstengdu námi innan framhaldsfræðslu sem lýkur með réttindum samkvæmt Fagbréfi atvinnulífsins. Starfshópnurinn skilað skýrslu til ráðherra í síðustu viku, en hópnum var […]

Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 13. og 14. mars

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið um raunfærnimat til styttingar á námi 13. og 14. mars 2024. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda.Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skipholti […]

Er vöxtur í raunfærnimati merki um virkt lýðræði? 

Fimmti Raunfærnimatstvíæringurinn á Írlandi dagana 6. – 8. maí 2024 Tvíæringurinn er kraftmikil alþjóðleg samkoma, sem dregur fram hvernig raunfærnimat stuðlar að skilvirkum innlendum lausnum fyrir inngildandi nám og símenntun í sameiginlegu alþjóðlegu samhengi og flýtir fyrir breytingum og færnimótun. Tvíæringurinn er tækifæri okkar til að deila mikilvægum hugmyndum, þekkingu, reynslu, upplýsingum og þróun frá […]

Að hækka menntunarstig

Í fyrstu grein ársins 2024 í GÁTT, veftímariti FA um fullorðinsfræðslu, er viðtal við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrsta framkvæmdastjóra FA um tilurð og stofnun FA. Í greininni fáum við svör við spurningum svo sem af hverju FA var stofnað, hverjir stóðu að stofnun FA, hver var aðdragandinn og hvert var upphaflegt hlutverk FA. Athyglisverð grein […]

Þrír nýir starfsmenn hjá FA

Í byrjun árs 2024 hófu þrír nýjir starfsmenn störf hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helgi Þ. Svavarsson tekur við starfi umsjónarmanns NVL, Norræns tengslanets um nám fullorðinna í hálfu starfi en hann starfar einnig hjá SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Helgi hefur starfað sem verkefnastjóri hjá SÍMEY síðan 2009. Þar hefur hann komið að flestum þeim verkefnum símenntunarmiðstöðva, svo […]

Smiðjunámskrár – vinnustofa með símenntunarstöðvum 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hélt vinnustofu fyrir starfsfólk símenntunarmiðstöðva, þann 11. janúar 2024. Verkefni vinnustofunnar var nokkurs konar framhald af kynningu á þremur námskrám, Smiðja 1-1, Smiðja 1-2 og Smiðja 2-1 þar sem tvær fyrri eru á hæfniþrepi eitt og sú síðasta á hæfniþrepi tvö.  Verkefni vinnustofunnar var að fjalla um og gera grein fyrir hvernig […]

Möguleikar gervigreindar – að nota gervigreind með leitarvélum

Ný dagsetning er komin fyrir vefstofuna „Möguleikar gervigreindar – að nota gervigreind með leitarvélum“. Vefstofan er á vegum Norræns tengslanets um nám fullorðinna (NVL) og fer fram á íslensku. Tímasetning: 23. janúar kl. 11:00. Salvör Gissurardóttir lektor í upplýsingatækni miðlar. Sjá nánari upplýsingar og skráningarform hér:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar