Grein í Gátt: Staðfestum fagmennsku og stuðlum að gæðum

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, fjallar Lilja Rós Óskarsdóttir um Fagbréf atvinnulífsins sem unnin hafa verið með hópum starfsmanna hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fyrstu Fagbréfin voru veitt til sérhæfðra starfsmanna í matvælavinnslu hjá SS fyrir fjórum árum og nú hefur þessi leið til viðurkenningar og þróunar starfsmanna verið að festa sig í sessi […]
Umsóknir um nýsköpunar- og þróunarstyrki í Fræðslusjóð 2025

Forgangssvið við úthlutun árið 2025 eru: Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna verkefni sem sótt er um styrk til. Til úthlutunar eru 38 milljónir. Umsóknarfresti lauk 16. apríl 2025. Nánari upplýsingar eru […]
Grein í Gátt: Gervigreindarverkfæri aðstoðar við að draga fram almenna starfshæfni

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er sagt frá hugbúnað sem byggir á gervigreind og aðstoðar fólk við að bera kennsl á og orða almenna starfhæfni sína. Það er stofnun háskólamenntunar og færni í Noregi sem kynnti hugbúnaðinn og er hann aðgengilegur á vef starfsferilsráðgjafar í Noregi, karriereveiledning.no. Kynnið ykkur málið á vef […]
Árlegur samstarfsfundur FA og samstarfsaðila – nýr ráðherra málaflokksins ávarpaði hópinn

Í gær, fimmtudaginn 6. mars. komu fulltrúar FA og framkvæmdastjórar fræðslu- og símenntunarmiðstöðva saman til að ræða stöðu mála og þróun á vettvangi framhaldsfræðslunnar. Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri FA opnaði fundinn og reifaði það sem efst er á baugi. Á fundinum voru Maj-Britt H. Briem, lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins og Bergþóra Guðjónsdóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs […]
Fagbréf atvinnulífsins fyrir öryggisverði

Í síðustu viku fór fram afhending Fagbréfa atvinnulífsins til 14 öryggisvarða hjá Securitas. Þetta er í fyrsta sinn sem starf öryggisvarða fer í gegnum slíkt ferli, en það veitir staðfestingu á þeirri færni og þekkingu sem öryggisverðir búa yfir. Hæfniviðmið sem nýtt voru í matsferlinu byggjast á hæfnigreiningu og starfaprófíl frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) sem […]
Grein í Gátt: Starfstengt nám á vinnumarkaði

,,Gefandu upplifun bæði fyrir námsmenn og vinnuveitendur“ Í fyrstu grein ársins í Gátt, veftímariti fullorðinsfræðslu, er fjallað um mikilvægt verkefni sem fór af stað á síðasta ári þar sem fólki með fötlun á Íslandi getur hlotið staðfestingu á starfstengdri hæfni með Fagbréfi atvinnulífsins. Haustið 2024 bauðst fólki um allt land að leggja stund á nám […]
Þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið vegna raunfærnimats til styttingar á námi 19. og 20. mars 2025. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, […]
FA á Menntadegi atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tóku virkan þátt í Menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn af Samtökum atvinnulífsins 11. febrúar 2025. FA var með kynningarbás á staðnum en auk þess tóku starfsmenn og stjórnendur FA virkan þátt í deginum. Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri FA, stýrði málstofu um íslenskukennslu í atvinnulífinu þar sem Fjóla María Lárusdóttir […]
Ferðapúlsinn opnaður

Mikið er um að vera hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þessa dagana en atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, vígði Ferðapúls Hæfnisetursins á Mannamótum Markaðsstofu landshlutanna nú í janúar. Ferðapúlsinn er stafrænt verkfæri sem gerir fyrirtækjum í ferðaþjónustu kleift að taka stöðuna á stafrænni hæfni innan sinna raða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið að þróun Ferðapúlsins undanfarna mánuði í samvinnu […]
Jólakveðja

Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofa FA er lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar 2024, kl.10. Kveðja frá starfsfólki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins