Fundur um ráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslunnar

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) stóð fyrir haustfundi um ráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslunnar  þann 10. október á Hótel Hilton í Reykjavík, þar sem ráðgjafar komu saman. Áhersla fundarins var á fræðslu sem valin var út frá niðurstöðum fræðslugreiningar sem FA gerði á  meðal ráðgjafa fræðslu- og símenntunarmiðstöðva víðsvegar um landið í byrjun árs, auk samtals um þróun […]

Ársfundur FA verður 13. nóvember n.k.

Frá færni til vottunar – í námi, starfi og samfélagi   Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 13. nóvember næstkomandi í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Fundurinn verður í salnum Háteigi á Grand Hótel kl. 11:00 – 13:45 og verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Áhersla ársfundar verður Fagbréf atvinnulífsins, […]

Nám í smiðjunni Færni á vinnumarkaði fer af stað

Kennsla samkvæmt nýrri námskrá FA, Smiðju 1-2,2 – Færni á vinnumarkaði, hefst í vikunni. Þessi námskrá er afrakstur verkefnis á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis (FVRN) sem snýst um að auka náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Verkefnið er unnið í samstarfi Fjölmenntar, Vinnumálastofnunnar (VMST) og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og lítur að námi og þjálfun til […]

Námskeið um kennslufræði, menningarnæmi og raunfærnimat

Það var nóg um að vera hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) síðastliðna viku en Hrannar Baldursson og Nichole Leigh Mosty héldu til Egilstaða þar sem þau héldu tvö sérhæfð námskeið fyrir fullorðna námsmenn. Þessi ferð var liður í því að efla fagmennsku og hæfni leiðbeinenda í menntun fullorðinna um allt land. Þá var haldið námskeið fyrir […]

Raddir ungs fólks með erlendan bakgrunn

Fræðslumiðstöð atvinnulífins (FA) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra verkefninu Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Verkefnið er hluti af áætlun ráðuneytanna vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023. Í verkefninu verða haldnir rýnifundir víða um land […]

Vilji til samstarfs um Fagbréf atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með afmælisfundi og tóku yfir 100 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norræns tengslanets um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Fagbréf atvinnulífsins.    Aðaláhersla fundarins var kynning á nýju verkfæri innan framhaldsfræðslunnar ,, Fagbréfi atvinnulífsins”.  Fagbréfið  veitir […]

Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]

Á jákvæð sálfræði erindi í framhaldsfræðslu?

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um framhaldsfræðslu sem FA gefur út, velta Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir og Helga Tryggvadóttir upp þeirri spurningu hvort jákvæð sálfræði eigi erindi inn í framhaldsfræðsluna. Þær fjalla um þær kenningar sem jákvæð sálfræði byggir á og koma með tillögur á nýtingu hennar innan framhaldsfræðslunnar. Lesið greinina á vef Gáttar:

Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?

Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið buðu til vefstofuraðar í september og október 2022. Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu á Íslandi. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa með viðtölum við bæði erlenda og innlenda sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar