Starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna

Í nýrri grein í Gátt, veftímariti FA um fullorðinsfræðslu, er fjallað um starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna. Þar er velt vöngum yfir hvort að slík ráðgjöf lúti sérstökum einkennum og krefjist sérstakra aðstæðna, en helsta áhersla og mestum fjármunum hefur verið varið til rágjafar fyrir ungt fólk. Ef fullorðið fólk á að geta tekist á við allar […]

Ársfundur FA – TAKIÐ DAGINN FRÁ

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 14. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn að Grand Hótel kl. 11:00 – 13:30 og einnig í streymi. Boðið verður uppá léttar veitingar.

Samstarf Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fjölmenntar og Vinnumálastofnunar

Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um skort á starfstengdu námi fyrir fólk með þroskaröskun og aðrar skyldar raskanir. Haustið 2022 hófst samstarf Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fjölmenntar og Vinnumálastofnunar (VMST) um hæfnigreiningu á þremur störfum sem það fólk starfar við í dag. Það eru störf fyrir fólk með skerta starfsgetu sem nýtur þjónustu VMST, atvinna með […]

Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 16. og 17. mars

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur námskeið um raunfærnimat dagana 16. og 17. mars, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er ætlað verkefnastjórum, matsaðilum, náms- og starfsráðgjöfum/ráðgjöfum og öðrum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Ekkert námskeiðsgjald en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda. Námskeiðið verður haldið í húsnæði FA, Skipholti 50b. þriðju hæð og hefst kl. 10.15 fyrri […]

Smiðja 1 – tvær nýjar námskrár

Ný námskrá úr smiðju FA hefur fengið vottun hjá Menntamálastofnun. Svo skemmtilega vill til að hún kallast einmitt Smiðja. Í raun er um að ræða tvær námskrár sem báðar eru á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun – 160 klukkustunda nám hvor um sig; Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2. Við stíganda milli námskránna er tekið […]

Raddir ungs fólks með erlendan bakgrunn

Fræðslumiðstöð atvinnulífins (FA) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra verkefninu Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Verkefnið er hluti af áætlun ráðuneytanna vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023. Í verkefninu verða haldnir rýnifundir víða um land […]

Vilji til samstarfs um Fagbréf atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með afmælisfundi og tóku yfir 100 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norræns tengslanets um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Fagbréf atvinnulífsins.    Aðaláhersla fundarins var kynning á nýju verkfæri innan framhaldsfræðslunnar ,, Fagbréfi atvinnulífsins”.  Fagbréfið  veitir […]

Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]

Á jákvæð sálfræði erindi í framhaldsfræðslu?

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um framhaldsfræðslu sem FA gefur út, velta Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir og Helga Tryggvadóttir upp þeirri spurningu hvort jákvæð sálfræði eigi erindi inn í framhaldsfræðsluna. Þær fjalla um þær kenningar sem jákvæð sálfræði byggir á og koma með tillögur á nýtingu hennar innan framhaldsfræðslunnar. Lesið greinina á vef Gáttar:

Hvert stefnir fullorðinsfræðslan?

Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið buðu til vefstofuraðar í september og október 2022. Framundan er endurskoðun löggjafar um framhaldsfræðslu á Íslandi. Í því tilefni er boðið upp á stutta röð vefstofa með viðtölum við bæði erlenda og innlenda sérfræðinga um stefnu á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða alþjóðlegar stefnur, evrópskar stefnur […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar