Starfstengt nám fyrir alla

Þeirri breytingu að Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins heyri nú undir nýtt félags- og vinnumarkaðsráðuneyti fylgja bæði nýjar áherslur og ný tækifæri. Ein áherslan er að skapa rými fyrir alla innan framhaldsfræðslunnar, einnig fullorðið fólk með margskonar skerðingar en fá atvinnutengd námstækifæri hafa staðið þeim hópi til boða.   Nú hafa Fjölmennt og FA tekið höndum saman og fengið […]

Nýr starfaprófíll – slökkvilið

Nýr starfaprófíll er nú aðgengilegur á heimasíðu FA. Þar er um að ræða störf slökkviliðsmanna en hæfnigreiningin var unnin fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Einnig sátu í stýrihópi fulltrúar félagsmálaráðuneytis, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar