Starfstengt nám fyrir alla

Þeirri breytingu að Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins heyri nú undir nýtt félags- og vinnumarkaðsráðuneyti fylgja bæði nýjar áherslur og ný tækifæri. Ein áherslan er að skapa rými fyrir alla innan framhaldsfræðslunnar, einnig fullorðið fólk með margskonar skerðingar en fá atvinnutengd námstækifæri hafa staðið þeim hópi til boða.  

Nú hafa Fjölmennt og FA tekið höndum saman og fengið Atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun til liðs við sig í þeirri vinnu.  Tilgangurinn er að auka framboð starfstengds náms fyrir fólk með þroskahömlun og skildar raskanir með það að markmiði að efla þau og auka atvinnuþátttöku hópsins á almennum vinnumarkaði.

Um þetta fjallar nýjasta greinin í veftímaritinu Gátt.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar