Norræn ráðstefna um stafræna hæfni og símenntun 20.-21. september
Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar er að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir árið 2030. Ein forsenda árangurs er stafræn umbreyting í þjónustu og sjálfvirknivæðing ferla, en þar eru Norðurlöndin komin vel á veg. DigiNorden formennskuráðstefnan er haldin í Tromsø í Noregi og einnig í streymi. Ráðstefnan mun ræða hvernig hægt sé að bregðast við ýmsum áskorunum: […]
Heimsfaraldurinn var bæði hindrun og hraðall
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur, Iðunni fræðslusetri Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem er ætlað að ná utan um hraðskreiðar tækniframfarir sem eiga sér stað og eru að umbylta vinnumarkaði eins og við þekkjum hann. Fjórða iðnbyltingin byggir á stafrænum grunni og í dag eru augljósust áhrif gervigreindar, sjálfvirknivæðingar, róbotatækni og snjalltækja ýmis konar. Símtækið sem þú ert […]