Heildstæð námslína í ferðaþjónustu, fyrsta sinnar tegundar

Fréttir

Í nýrri grein í Gátt fjallar Haukur Harðarsson um nýja heildstæða námskrá í ferðatengdum greinum. Námskráin er unnin í samstarfi Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Um er að ræða þrjár námslínur í ferðaþjónustu sem er fyrsti hluti heilstæðrar námslínu á öllum skólastigum. Ferðaþjónustan hefur orðið hart úti á tímum heimsfaraldursins. Því er brýnt að beita […]

Fagbréf staðfestir nám á vinnustað

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um tilraunaverkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins. Í verkefninu gafst starfsfólki nokkurra fyrirtækja tækifæri til þess að fá færni sína metna og staðfesta með fagbréfi. Dominos var eitt af fyrirtækjunum. Átta starfsmenn fyrirtækisins fengu mat á raunfærni til styttingar á Fagnámi í verslun og þjónustu. Þeir hafa nú lokið […]

Stafræni hæfniklasinn

Fréttir

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um Stafræna hæfniklasann sem var stofnaður af Samtökum verslunar og þjónustu og VR í samstarfi við Háskólann í Reykjavík með styrk frá þremur ráðuneytum. Markmið Stafræna hæfniklasans er að efla stafræna færni, auka meðvitund og skilning á stafrænum umbreytingunni meðal stjórnenda og starfsmanna á vinnumarkaði. Í greininni er […]

Jólakveðja

Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofa FA er lokuð frá og með 24. desember og milli jóla og nýjárs. Skrifstofan opnar á hefðbundnum tíma mánudaginn 3. janúar 2022. Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar