Fagbréf staðfestir nám á vinnustað

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um tilraunaverkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins. Í verkefninu gafst starfsfólki nokkurra fyrirtækja tækifæri til þess að fá færni sína metna og staðfesta með fagbréfi.

Dominos var eitt af fyrirtækjunum. Átta starfsmenn fyrirtækisins fengu mat á raunfærni til styttingar á Fagnámi í verslun og þjónustu. Þeir hafa nú lokið vinnustaðahluta fagnámsins sem er samtals 30 einingar og hlotið staðfestingu í formi fagbréfs. Í grein Gáttar er viðtal við einn þessara starfsmanna Domonis, Stefán Þór Pétursson, þar sem hann segir frá reynslu sinni af þátttöku í verkefninu.

Lesið viðtalið á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar