Fagnám fyrir starfsþjálfa

Fagnám fyrir starfsþjálfa er 170 klukkustunda nám á 2. til 3. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfsþjálfun á sínum vinnustað. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Starfsþjálfi“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Námslýsing

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla

Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla er 210 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 17 eininga. Námið er ætlað þeim sem vinna á leikskólum en hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi og er fullnægjandi undirbúningur fyrir framhaldsnám á leikskólabrú framhaldsskóla. Námskrá á pdf

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar