Menntagrunnur, ENS, STÆ og UTN
Námsleiðin Menntagrunnur – ens, stæ og utn, nýtir þrjá námsþætti námskrár FA Grunnmennt. Námið er alls 125 klukkustunda vinnuframlag nema. Námið er fyrir fólk sem vill efla sig og styrkja færni sína í ensku, stærðfræði og upplýsingatækni með það að markmiði að verða betur undirbúin til að takast á við nám í framhaldinu, svo sem […]
Hagnýt íslenska í lífi og samfélagi
Námsleiðin Hagnýt íslenska í lífi og samfélagi – B1 nýtir þrjá námsþætti námskrár FA Íslensk menning og samfélag, alls 136 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 6 framhaldsskólaeiningum. Námið er fyrir fólk sem vill efla sig og styrkja færni sína í íslensku og upplýsingatækni með það að markmiði að verða virkari þátttakendur í samfélagi og menningu […]
Íslenska og atvinnulíf
Námsleiðin Íslenska og atvinnulíf nýtir þrjá námsþætti námskrár FA Íslensk menning og samfélag. Heildarnámstími námsleiðarinnar er 104 klukkustundir. Í náminu er lögð áhersla á íslenskt mál og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Námsleiðin á pdf
Hvernig á að vera sjálfstætt starfandi á Íslandi
Námsleiðin Hvernig á að vera sjálfstætt starfandi á Íslandi nýtir þrjá námsþætti Sölu-, markaðs- og rekstrarfræði, alls 60 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 3 framhaldsskólaeiningum. Námið er fyrir fólk sem vill styrkja sig og eflast í sjálfstæðum rekstri fyrirtækis á Íslandi. Námið er á hæfniþrepi tvö samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun. Námsleiðin á pdf
Tölvugrunnur og sjálfsefling
Námsleiðin Tölvugrunnur og sjálfsefling nýtir tvo námsþætti Menntastoða, alls 140 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 7 framhaldsskólaeiningum. Námið er fyrir fólk sem vill styrkja sig og eflast í notkun tölvutækni annars vegar og auka á sjálfstraustið ásamt eigin samskiptahæfni. Námið er á hæfniþrepi tvö samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun. Námsleiðin á pdf