Námsleiðin Hvernig á að vera sjálfstætt starfandi á Íslandi nýtir þrjá námsþætti Sölu-, markaðs- og rekstrarfræði, alls 60 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 3 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fólk sem vill styrkja sig og eflast í sjálfstæðum rekstri fyrirtækis á Íslandi. Námið er á hæfniþrepi tvö samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.