Aðferðir fullorðinsfræðslunnar – Háskóli Íslands
Í þessu hefti er fjöldi vel reyndra aðferða sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu alls konar. Aðferðunum er raðað upp eftir því hvaða stað eða tilgang þær hafa í kennslunni. Opna
Fjölbreyttar kennsluaðferðir – Verkfæri fagmannsins – Háskóli Íslands
Á þessu netnámskeiði sem er byggt upp á myndskeiðum, texta og verkefnum kynnist þú ástæðum fyrir því að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir þegar þú leiðir nám með fullorðnu fólki. Opna
Um það að kenna fullorðnum – Háskóli Íslands
Netnámskeið, með myndskeiðum, texta og stuttum verkefnum um það sem er sérstakt við það að kenna fullorðnum. Hér er komið inn á helstu hugmyndir og kenningar um aðstæður fullorðinna þegar þeir eru að læra eitthvað nýtt, um nám fullorðinna og hvað það segir okkur um það að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Opna
Lýðræðislegar og skapandi aðferðir – Háskóli Íslands
Í þessum flokki námskeiða læra þátttakendur nokkrar vel þekktar aðferðir sem eru notaðar í vinnum með minni og stærri hópum í þeim tilgangi að nýta þekkingu sem býr í hópnum og leiða hópa að sameiginlegum niðurstöðum. Opna
Áhrifarík kennsla með fjarfundabúnaði – Háskóli Íslands
Þátttakendur læra um virkni fjarfundakerfa og ólíkar leiðir til að vinna með nemendum og samstarfsfólki í gegnum slík kerfi. Opna
Þjálfaraverkstæðið – Háskóli Íslands
ÞjálfaraVerkstæðið er 2ja -3ja daga verkstæði ætlað leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu, sérfræðingum og öðrum sem kenna eða ætla að kenna í fræðslustofnunum eins og símenntunarmiðstöðvum eða sem kenna. Opna
Design Thinking í skipulagi og kennslu – Háskóli Íslands
Design Thinking er aðferð sem upprunalega kemur frá bræðrunum Kevin og David Kelly sem reka saman hönnunarfyrirtækið Ideo. Á þessu tveggja daga námskeiði kynna þátttakendur sér aðferðina og prófa hana og upplifa með því að taka þátt í hönnunarverkstæði. Opna
Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum – Háskóli Íslands
Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna. Opna
Fullorðnir námsmenn og aðstæður þeirra – Háskóli Íslands
Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Opna
Stafræni kennarinn
Fjallað um aðferðafræði, viðhorf, tækni, búnað og annað sem tengist gerð stafræns námsefnis. Opna.