Smiðja 1 – tvær nýjar námskrár

Ný námskrá úr smiðju FA hefur fengið vottun hjá Menntamálastofnun. Svo skemmtilega vill til að hún kallast einmitt Smiðja. Í raun er um að ræða tvær námskrár sem báðar eru á fyrsta þrepi hæfniramma um íslenska menntun – 160 klukkustunda nám hvor um sig; Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2. Við stíganda milli námskránna er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun.

Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum aðferðum við að byggja upp, þjálfast í og styrkja kunnáttu og verklega færni með hagnýtum viðfangsefnum. Í smiðju snúast verkefni einkum um viðfangsefni sem tilheyra fjölbreyttum vettvangi list- og verkgreina sem reyna á sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform við þjálfunina.

Fræðsluaðilar sem sjá tækifæri og þörf í samfélaginu til að nýta smiðju geta unnið námslýsingar fyrir smiðju-verkefni í samstarfi við FA. Slíkar lýsingar fyrir smiðju hafa í gegnum tíðina verið fjölbreyttar, sem dæmi á sviði garðyrkju, hönnunar, handverks, hljóðvinnslu, matvæla og myndlistar.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar