Námsleiðin Rekstrar- og frumkvöðlanám– Frá hugmynd til framkvæmdar, nýtir sjö námsþætti námskrár FA Sölu-, markaðs- og rekstrarfræði. Námið er alls 192ja klukkustunda vinnuframlag nema.
Námið er fyrir fólk sem vill efla sig og styrkja færni sína til að auðvelda stofnun eigin rekstrar/fyrirtækis og til að vera undirbúin undir að takast á við þá þætti sem í slíkri ábyrgð og jafnvel einnig frumkvöðlastörfum felast. Allt frá frumkvöðlafræði og markaðsrannsóknum er einnig lykiltölur í fyrirtækjarekstri og gerð viðskiptaáætlana hluti af náminu. Námið er á hæfniþrepi 2 samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.