Vegvísir leiðbeinenda
Vegvísir kennslumiðstöðvar FA er lifandi gagnagrunnur yfir leiðir sem geta nýst til að auka við hæfni leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu.
Verkefnastjórar símenntunarmiðstöðva og mannauðs-/fræðslustjórar fyrirtækja eru hvattir til að vísa sínum leiðbeinendum á vegvísinn.
Leiðbeinendur geta fyllt út matslista til að meta hæfni sína og skoða mögulegar leiðir til hæfniþróunar. Vegvísnum er skipt upp í fimm flokka eins og matslistanum.
Vegvísir er þróaður í samvinnu við Háskóla Íslands og fulltrúa úr framhaldsfræðslu og atvinnulífi. Nánari upplýsingar hjá frae@frae.is
Hæfni leiðbeinanda er skilgreind á þremur stigum:
- Leiðbeinandi í fullorðinsfræðslu sem hefur einhverja reynslu af kennslu fullorðinna. Kennir gjarnan námskeið sem aðrir hafa sett saman (búið til). Eða kennir stutt námskeið um hluti sem leiðbeinandi þekkir mjög vel (sérþekking) þar sem fyrst og fremst er verið að miðla þekkingu, t.d. að leiðbeina um nýja ferla, aðferðir o.s.frv.
- Skipulag kennslunnar, framkvæmd og framkoma leiðbeinanda endurspegla virðingu fyrir fullorðnum námsmönnum og aðstæðum þeirra.
- Leiðbeinandi hefur undirstöðuþekkingu á undirbúningi kennslu, t.d. útbúa dagskrá, undirbúa kennslurými og taka til viðeigandi námsefni fyrir hvern tíma/kennslustund.
- Grunnhæfni í kennslu t.d. bein miðlun.
- Tekur á móti hópi og miðlar námsefni samkvæmd kennsluáætlun frá öðrum.
- Leggur fyrir verkefni og staðlað námsmat ef það er lagt fyrir.
- Notar að mestu tilbúin námsgögn en getur útbúið kynningar og einföld verkefni.
- Notar stafræna tækni við undirbúning, miðlun og samskipti.
- Leiðbeinandi í fullorðingsfræðslu sem hefur þegar kennt nokkuð mörg námskeið og ræður við að kenna fjölbreytt innihald með ólíkum hópum fullorðinna.
- Leiðbeinandinn er fær um að :
- hanna eigin námskeið
- útbúa kennsluefni
- leiða námsferla
- útbúa og leiða alls konar verkefni á námskeiði
- styðja nemendur í námi
- Þekkir og notar nokkrar ólíkar kennsluaðferðir.
- Kynnir sér nemendahóp, samsetningu og væntingar hópsins.
- Skipuleggur námskeið (gerir kennsluáætlun) út frá hæfniviðmiðum / markmiðum námsins.
- Útbýr námsgögn m.a. kynningar, leiðbeiningar og verkefni.
- Gerir og leggur fyrir námsmat / verkefni og próf, veitir endurgjöf.
- Leiðbeinandi sem hefur mikla reynslu í kennslu fullorðinna, hefur kennt ólíkum hópum við ólíkar aðstæður bæði á staðnum og á netinu um fjölbreytt innihald.
- Hannar og skipuleggur námsferli byggð á eigin þarfagreiningu eða annarra.
- Útbýr kennsluefni á fjölbreyttu formi, hannar verkefni og æfingar þar sem þátttakendur frá tækifæri til að vinna á merkingarbæran/raunhæfan hátt með innihald námsferlisins.
- Notar fjölbreyttar kennsluaðferðir og mætir nemendum með ólíkar námsþarfir og áskoranir (jafnvel nemendum með náms-, félagslega eða / og geðræna erfiðleika).
- Beitir ólíkum aðferðum við námsmat og endurgjöf.
- Getur leiðbeint nýjum leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu.