Haustfundur FA og Símennt

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Símennt  (áður Kvasir) héldu sameiginlegan haustfund á Akureyri dagana 27. og 28. september. Um 100 manns sóttu fundinn og voru um 30 manns  í streymi. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynnti Fagbréf atvinnulífsins fyrir samstarfsaðilum. Alls voru 12 vinnustofur á þessum tveggja daga fundi:

Fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir í fullorðinsfræðslu.
Áskoranir og tækifæri í markaðs- og kynningarmálum.
Greining á fræðsluþörfum.
Starfstengd íslenskukennsla.
Þróun náms innan ramma Fræðslusjóðs.
Samstarf við vinnustaði.
Samstarf um virkniúrræði.
Ráðgjöf (umbreyting).
Nýir tímar, ný hæfni.
Nám fatlaðs fólks.
Gæðavitinn.
Fjölmenning og þjónusta við flóttamenn.

Starfsfólk FA var með erindi í sex vinnustofum. Markmiðið með fundinum var að miðla reynslu, læra af hvert öðru og  eiga samtalið því saman erum við sterkari.

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar