Select Page
11. nóvember, 2021

Ársfundur FA: Tökum næsta skref!

Samstarf um skýra hæfnistefnu 

ATHUGIÐ – ÁRSFUNDI ER FRESTAÐ TIL 3. FEBRÚAR 2022

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) verður haldinn í samstarfi við NVL fimmtudaginn 3. febrúar 2022. á Grand Hótel, undir yfirskriftinni Tökum næsta skref – Samstarf um skýra hæfnistefnu.  Á fundinum verður leitast við að varpa ljósi á mikilvægi víðtæks samstarfs mennta- og atvinnulífs við gerð hæfnistefnu. Ákvörðun um stefnumörkun liggur fyrir í aðgerðaráætlun með menntastefnu 2020-2030 en hvað þarf til svo að vel takist?  

Margrethe Svensrud, forstöðumaður deildar um vinnufærniþróun hjá HK-dir (Norwegian Directorate for Higher Education and Skills) kynnir hæfnistefnu Norðmanna og árangurinn af henni. Karl Sigurðsson, sérfræðingur BSRB á sviði framtíðarvinnumarkaðarins og menntamála, fjallar um þörf fyrir störf í framtíðinni og hvaða leiðir eru færar til að spá fyrir um hana. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins og Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri FA, fjalla um ávinning af skýrri hæfnistefnu og samspil hennar með menntastefnu fyrir atvinnulífið.  

Fyrirmyndir í námi fullorðinna verða kynntar og viðurkenningar til þeirra afhentar. 

DAGSKRÁ: 

Viðbrögð við hæfniþörf – Hvað þarf til? 
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins  

Upp úr hjólförunum – Tökum næstu skref 
Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri FA  

Hæfnistefna Norðmanna 
Margrethe Svensrud, forstöðumaður deildar um vinnufærniþróun hjá HK-dir (Norwegian Directorate for Higher Education and Skills) Erindið fer fram á ensku.

Breyttur heimur – Færniþörf og áherslur í menntamálum 
Karl Sigurðsson, sérfræðingur BSRB á sviði framtíðarvinnumarkaðarins og menntamála 

Fyrirmyndir í námi fullorðinna 
Verðlaunahafar kynntir og afhending viðurkenninga 

Dagskrá stendur frá kl. 10 til 12 á Grand Hótel, í salnum Háteigi. Einnig verður hægt að fylgjast með í streymi á fésbókar-síðu FA. 

Skráning hér