Fræðslumiðstöðin

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf (FA)

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) er í eigu ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og fjármála- og efnahagsráðuneytisins (fjr) og er samstarfsvettvangur og verkfærasmiðja eigenda í fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.

Framtíðarsýn FA er að vera leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu.

Gildi FA eru Framsækni – Áreiðanleiki – Samstarf

Hlutverk FA er að veita fólki á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið námi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Miðað við tölur frá 2020 er markhópurinn um 24% fólks á vinnumarkaði (Hagstofa Íslands).

Til að sinna hlutverki sínu vinnur FA meðal annars að eftirfarandi verkefnum:

  • Greina hæfnikröfur starfa á vinnumarkaði.
  • Vinna að þróun og viðurkenningu raunfærnimats í samstarfi við atvinnulíf og fræðsluaðila.
  • Auka framboð á vottuðu námi fyrir markhópinn byggt á hæfnigreiningum.
  • Efla náms- og starfsráðgjöf meðal einstaklinga sem ekki hafa lokið námi á  framhaldsskólastigi.
  • Tryggja gæði í starfi fræðsluaðila með þróun og innleiðingu á gæðakerfi fyrir framhaldsfræðsluna.
  • Taka þátt í innlendu og erlendu samstarfi þar sem hagsmunir atvinnulífs og markhópsins eru í fyrirrúmi.
  • Miðla upplýsingum um árangur starfsins, nýjungar og þróun framhaldsfræðslu.

Eigendur og stjórn FA

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er einkahlutafélag. Eigendur (og eignahluti) er sem hér segir:

Stjórnarmenn FA

Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er skipuð þannig:

Formaður:
Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir (ASÍ) 

Varaformaður:
Maj-Britt Hjördís Briem (SA)

Meðstjórnendur:
Ásgrímur Örn Hallgrímsson (ASÍ)
Einar Mar Þórðarson (SÍS og fjr) 
Fríða Rós Valdimarsdóttir (BSRB)
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir (SA)
Jóna Jónsdóttir (SA)
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson (ASÍ)

Varastjórn:
Guðný Björg Hauksdóttir (SA)
Jóhanna Þórdórsdóttir (BSRB)
Margrét Sigurðardóttir (SÍS og fjr)
Selma Kristjánsdóttir (ASÍ)

 

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar