Ársfundur FA – TAKIÐ DAGINN FRÁ

Frá færni til vottunar – í námi, starfi og samfélagi  Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 13. nóvember næstkomandi í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Fundurinn verður í salnum Háteigi á Grand Hótel kl. 11:00 – 13:45 og verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttar veitingar. Takið daginn frá!

Bara tala – verkfæri sem styður við íslenskunám innflytjenda

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er viðtal við Jón Gunnar Þórðarsson, framkvæmdastjóra Bara tala ehf sem er höfundur Bara tala appsins. Bara tala appið er starfrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Í appinu er áhersla á talmál þar sem notendur geta spreytt sig á framburði íslenskunnar. Í greininni ræðir […]

Fagbréf í fimm nýjum störfum í samstarfi við Rafmennt

Dagana 19. og 20. ágúst sóttu 13 verðandi matsaðilar vinnustofu um Fagbréf atvinnulífsins hjá FA til að leggja lokahönd á matslista og undirbúa framkvæmd raunfærnimats í Fagbréfaferlinu. Það er alltaf ánægjulegt að sjá verkefni sem unnið hefur verið að komast á framkvæmdastig en undirbúningur fyrir framkvæmd hefur staðið yfir á þriðja ár í þéttu samstarfi […]

Þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið vegna raunfærnimats til styttingar á námi 5. og 6. september 2024. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda, en hádegismatur verður í boði báða […]

Skrifstofa FA lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að Skipholti 50b er lokuð vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur 6. ágúst 2024 kl.10. GLEÐILEGT SUMAR! Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Menningarnæmi í fullorðinsfræðslu

Í nýjustu greininni í Gátt fjallar Nichole Leigh Mosty um mikilvægi menningarnæmi í fullorðinsfræðslu. Í greininni er leitast við að veita kennurum og leiðbeinendum tækifæri til að öðlast skilning á menningarnæmi með hliðsjón af fullorðinsfræðslu þar sem Ísland er að verða mun fjölbreyttara samfélag en áður. Lesið greinina á vef Gáttar:

Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2023

Ársskýrsla Fræðslusmiðstöðvar atvinnulífsins (FA) fyrir árið 2023 er komin út á rafrænu formi. Árið einkenndist af framsækni, samvinnu og samstarfi við ýmsa hagaðila, þróun á verkfærum, kynningar á starfsemi og verkfærum hér á landi og erlendis. Eitt af verkfærum FA, Fagbréf atvinnulífsins, varð hluti af kjarasamningum Starfsgreinasambands Íslands, Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins. Í kjarasamningunum […]

Inngildandi umhverfi og stuðningur við unga innflytjendur á Íslandi

Í verkefninu Raddir ungra innflytjenda – inngilding í nám, starf og samfélag voru haldnir rýnihópar á fimm svæðum á Íslandi til að draga fram áskoranir í tengslum við inngildingu og nýta sem grunn til að vinna í átt að lausnum. Stór hópur hagsmunaaðila var í bakhópi verkefnisins og að auki komu norrænir sérfræðingar að mótun […]

Staða stafrænnar náms- og starfsráðgjafar í framhaldsfræðslu á Íslandi, tækifæri og áskoranir

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er fjallað um þau tækifæri og áskoranir sem stafræn náms- og starfsráðgjöf stendur frammi fyrir. Í greininni, sem er byggð á meistaraverkefni í Háskóla Íslands, kemur meðal annars fram að þó að stafræn ráðgjöf veiti mörg tækifæri þá muni hún líklega seint taka við af staðþjónustu. Lesið […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar