Bætum íslenskunám og aðlögun fullorðinna

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um verkefnið Virkni og vellíðan í Reykjanesbæ.

Liður í því að efla færni fólks á vinnumarkaði er að bæta kennslu í íslensku sem annað mál og virkja þá sem hafa hafa flust til landsins í von um betri lífsafkomu. Í nýrri grein í Gátt  er dæmi um  Í greininni, sem ber yfirskriftina Bætum íslenskunám og aðlögun fullorðinna innflytjenda, fjallar Unnur G. Kristjánsdóttir íslenskukennari um innflytjendur og nám í íslensku sem annað mál í verkefninu Virkni og vellíðan.  Á Íslandi líkt og í öðrum löndum í hinum vestræna heimi, er fólki sem er á flótta frá stríði, náttúruvá og ótryggu stjórnmálaástandi í heimalandi sínu veitt athvarf. Þetta kallar á aukinn stuðning fyrir innflytjendur til náms í tungumáli hins nýja heimalands auk þess að leggja áherslu á að þeir aðlagist samfélaginu. Um áramótin 2021 – 2022 voru 57.126 innflytjendur hérlendis sem er 15,5% mannfjöldans á Íslandi og eru Pólverjar fjölmennastir.

Lesið greinina á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar