Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 13. og 14. mars

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið um raunfærnimat til styttingar á námi 13. og 14. mars 2024. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda.Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skipholti […]

Er vöxtur í raunfærnimati merki um virkt lýðræði? 

Fimmti Raunfærnimatstvíæringurinn á Írlandi dagana 6. – 8. maí 2024 Tvíæringurinn er kraftmikil alþjóðleg samkoma, sem dregur fram hvernig raunfærnimat stuðlar að skilvirkum innlendum lausnum fyrir inngildandi nám og símenntun í sameiginlegu alþjóðlegu samhengi og flýtir fyrir breytingum og færnimótun. Tvíæringurinn er tækifæri okkar til að deila mikilvægum hugmyndum, þekkingu, reynslu, upplýsingum og þróun frá […]

Að hækka menntunarstig

Í fyrstu grein ársins 2024 í GÁTT, veftímariti FA um fullorðinsfræðslu, er viðtal við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrsta framkvæmdastjóra FA um tilurð og stofnun FA. Í greininni fáum við svör við spurningum svo sem af hverju FA var stofnað, hverjir stóðu að stofnun FA, hver var aðdragandinn og hvert var upphaflegt hlutverk FA. Athyglisverð grein […]

Þrír nýir starfsmenn hjá FA

Í byrjun árs 2024 hófu þrír nýjir starfsmenn störf hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helgi Þ. Svavarsson tekur við starfi umsjónarmanns NVL, Norræns tengslanets um nám fullorðinna í hálfu starfi en hann starfar einnig hjá SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Helgi hefur starfað sem verkefnastjóri hjá SÍMEY síðan 2009. Þar hefur hann komið að flestum þeim verkefnum símenntunarmiðstöðva, svo […]

Smiðjunámskrár – vinnustofa með símenntunarstöðvum 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hélt vinnustofu fyrir starfsfólk símenntunarmiðstöðva, þann 11. janúar 2024. Verkefni vinnustofunnar var nokkurs konar framhald af kynningu á þremur námskrám, Smiðja 1-1, Smiðja 1-2 og Smiðja 2-1 þar sem tvær fyrri eru á hæfniþrepi eitt og sú síðasta á hæfniþrepi tvö.  Verkefni vinnustofunnar var að fjalla um og gera grein fyrir hvernig […]

Möguleikar gervigreindar – að nota gervigreind með leitarvélum

Ný dagsetning er komin fyrir vefstofuna „Möguleikar gervigreindar – að nota gervigreind með leitarvélum“. Vefstofan er á vegum Norræns tengslanets um nám fullorðinna (NVL) og fer fram á íslensku. Tímasetning: 23. janúar kl. 11:00. Salvör Gissurardóttir lektor í upplýsingatækni miðlar. Sjá nánari upplýsingar og skráningarform hér:

Jólakveðja

Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofa FA er lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar 2024, kl.10. Kveðja frá starfsfólki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Ferðalag einstaklings milli raunfærnimats og námsleiða FA

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um tölfræði framhaldsfræðslunnar frá árunum 2017 – 2022 fyrir raunfærnimat og námsleiðir og skoðað í hve miklum mæli einstaklingar ferðast á milli þessarar tveggja leiða. Niðurstöður sýna að þónokkuð er um að einstaklingar sæki sér bæði raunfærnimat og námsleið innan framhaldfræðslunnar, en um fjórðungur þeirra sem fór í […]

Úttekt á gæðum í starfi fræðsluaðila í framhaldsfræðslu

Útboð – úttekt á gæðum í starfi fræðsluaðila í framhaldsfræðslu . Verðtilboð óskast Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) óskar eftir úttektaraðila til að meta gæði hjá fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu út frá gæðakerfinu EQM/EQM+. Verkefnið er að framkvæma úttektir og leggja mat á hvort gæði hjá viðurkenndum fræðsluaðilum innan framhaldsfræðslu standist kröfur gæðakerfisins sem um ræðir. Meginhlutverk matsaðila […]

Samtal og samstarf um framtíð framhaldsfræðslunnar – fimmtu stoðar menntakerfisins

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) var haldinn 14. nóvember s.l. og tóku yfir 140 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Rík af reynslu – lærum hvert af öðru.    Aðaláhersla fundarins var að draga fram stöðu framhaldfræðslunnar, fá innsýn í þróun […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar