Fundur um ráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslunnar

Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) stóð fyrir haustfundi um ráðgjöf á vettvangi framhaldsfræðslunnar  þann 10. október á Hótel Hilton í Reykjavík, þar sem ráðgjafar komu saman. Áhersla fundarins var á fræðslu sem valin var út frá niðurstöðum fræðslugreiningar sem FA gerði á  meðal ráðgjafa fræðslu- og símenntunarmiðstöðva víðsvegar um landið í byrjun árs, auk samtals um þróun […]

Ársfundur FA verður 13. nóvember n.k.

Frá færni til vottunar – í námi, starfi og samfélagi   Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 13. nóvember næstkomandi í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Fundurinn verður í salnum Háteigi á Grand Hótel kl. 11:00 – 13:45 og verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Áhersla ársfundar verður Fagbréf atvinnulífsins, […]

Nám í smiðjunni Færni á vinnumarkaði fer af stað

Kennsla samkvæmt nýrri námskrá FA, Smiðju 1-2,2 – Færni á vinnumarkaði, hefst í vikunni. Þessi námskrá er afrakstur verkefnis á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis (FVRN) sem snýst um að auka náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk. Verkefnið er unnið í samstarfi Fjölmenntar, Vinnumálastofnunnar (VMST) og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og lítur að námi og þjálfun til […]

Námskeið um kennslufræði, menningarnæmi og raunfærnimat

Það var nóg um að vera hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) síðastliðna viku en Hrannar Baldursson og Nichole Leigh Mosty héldu til Egilstaða þar sem þau héldu tvö sérhæfð námskeið fyrir fullorðna námsmenn. Þessi ferð var liður í því að efla fagmennsku og hæfni leiðbeinenda í menntun fullorðinna um allt land. Þá var haldið námskeið fyrir […]

Ársfundur FA – TAKIÐ DAGINN FRÁ

Frá færni til vottunar – í námi, starfi og samfélagi  Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn 13. nóvember næstkomandi í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna. Fundurinn verður í salnum Háteigi á Grand Hótel kl. 11:00 – 13:45 og verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttar veitingar. Takið daginn frá!

Bara tala – verkfæri sem styður við íslenskunám innflytjenda

Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, er viðtal við Jón Gunnar Þórðarsson, framkvæmdastjóra Bara tala ehf sem er höfundur Bara tala appsins. Bara tala appið er starfrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Í appinu er áhersla á talmál þar sem notendur geta spreytt sig á framburði íslenskunnar. Í greininni ræðir […]

Fagbréf í fimm nýjum störfum í samstarfi við Rafmennt

Dagana 19. og 20. ágúst sóttu 13 verðandi matsaðilar vinnustofu um Fagbréf atvinnulífsins hjá FA til að leggja lokahönd á matslista og undirbúa framkvæmd raunfærnimats í Fagbréfaferlinu. Það er alltaf ánægjulegt að sjá verkefni sem unnið hefur verið að komast á framkvæmdastig en undirbúningur fyrir framkvæmd hefur staðið yfir á þriðja ár í þéttu samstarfi […]

Þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið vegna raunfærnimats til styttingar á námi 5. og 6. september 2024. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda, en hádegismatur verður í boði báða […]

Skrifstofa FA lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að Skipholti 50b er lokuð vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur 6. ágúst 2024 kl.10. GLEÐILEGT SUMAR! Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Menningarnæmi í fullorðinsfræðslu

Í nýjustu greininni í Gátt fjallar Nichole Leigh Mosty um mikilvægi menningarnæmi í fullorðinsfræðslu. Í greininni er leitast við að veita kennurum og leiðbeinendum tækifæri til að öðlast skilning á menningarnæmi með hliðsjón af fullorðinsfræðslu þar sem Ísland er að verða mun fjölbreyttara samfélag en áður. Lesið greinina á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar