Er vöxtur í raunfærnimati merki um virkt lýðræði? 

Fimmti Raunfærnimatstvíæringurinn á Írlandi dagana 6. – 8. maí 2024 Tvíæringurinn er kraftmikil alþjóðleg samkoma, sem dregur fram hvernig raunfærnimat stuðlar að skilvirkum innlendum lausnum fyrir inngildandi nám og símenntun í sameiginlegu alþjóðlegu samhengi og flýtir fyrir breytingum og færnimótun. Tvíæringurinn er tækifæri okkar til að deila mikilvægum hugmyndum, þekkingu, reynslu, upplýsingum og þróun frá […]

Að hækka menntunarstig

Í fyrstu grein ársins 2024 í GÁTT, veftímariti FA um fullorðinsfræðslu, er viðtal við Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur, fyrsta framkvæmdastjóra FA um tilurð og stofnun FA. Í greininni fáum við svör við spurningum svo sem af hverju FA var stofnað, hverjir stóðu að stofnun FA, hver var aðdragandinn og hvert var upphaflegt hlutverk FA. Athyglisverð grein […]

Þrír nýir starfsmenn hjá FA

Í byrjun árs 2024 hófu þrír nýjir starfsmenn störf hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helgi Þ. Svavarsson tekur við starfi umsjónarmanns NVL, Norræns tengslanets um nám fullorðinna í hálfu starfi en hann starfar einnig hjá SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Helgi hefur starfað sem verkefnastjóri hjá SÍMEY síðan 2009. Þar hefur hann komið að flestum þeim verkefnum símenntunarmiðstöðva, svo […]

Smiðjunámskrár – vinnustofa með símenntunarstöðvum 

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hélt vinnustofu fyrir starfsfólk símenntunarmiðstöðva, þann 11. janúar 2024. Verkefni vinnustofunnar var nokkurs konar framhald af kynningu á þremur námskrám, Smiðja 1-1, Smiðja 1-2 og Smiðja 2-1 þar sem tvær fyrri eru á hæfniþrepi eitt og sú síðasta á hæfniþrepi tvö.  Verkefni vinnustofunnar var að fjalla um og gera grein fyrir hvernig […]

Möguleikar gervigreindar – að nota gervigreind með leitarvélum

Ný dagsetning er komin fyrir vefstofuna „Möguleikar gervigreindar – að nota gervigreind með leitarvélum“. Vefstofan er á vegum Norræns tengslanets um nám fullorðinna (NVL) og fer fram á íslensku. Tímasetning: 23. janúar kl. 11:00. Salvör Gissurardóttir lektor í upplýsingatækni miðlar. Sjá nánari upplýsingar og skráningarform hér:

Jólakveðja

Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Athugið að skrifstofa FA er lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar 2024, kl.10. Kveðja frá starfsfólki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Ferðalag einstaklings milli raunfærnimats og námsleiða FA

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um tölfræði framhaldsfræðslunnar frá árunum 2017 – 2022 fyrir raunfærnimat og námsleiðir og skoðað í hve miklum mæli einstaklingar ferðast á milli þessarar tveggja leiða. Niðurstöður sýna að þónokkuð er um að einstaklingar sæki sér bæði raunfærnimat og námsleið innan framhaldfræðslunnar, en um fjórðungur þeirra sem fór í […]

Úttekt á gæðum í starfi fræðsluaðila í framhaldsfræðslu

Útboð – úttekt á gæðum í starfi fræðsluaðila í framhaldsfræðslu . Verðtilboð óskast Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) óskar eftir úttektaraðila til að meta gæði hjá fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu út frá gæðakerfinu EQM/EQM+. Verkefnið er að framkvæma úttektir og leggja mat á hvort gæði hjá viðurkenndum fræðsluaðilum innan framhaldsfræðslu standist kröfur gæðakerfisins sem um ræðir. Meginhlutverk matsaðila […]

Samtal og samstarf um framtíð framhaldsfræðslunnar – fimmtu stoðar menntakerfisins

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) var haldinn 14. nóvember s.l. og tóku yfir 140 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Rík af reynslu – lærum hvert af öðru.    Aðaláhersla fundarins var að draga fram stöðu framhaldfræðslunnar, fá innsýn í þróun […]

Fyrirmyndir í námi fullorðinna á ársfundi FA

Pétur Erlingsson, Beata Justyna Bistula og Ómar Farooq Ahmed hljóta viðurkenninguna fyrirmyndir í námi fullorðinna á þessu ári. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem fram fór í gær. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa bætt stöðu sína eftir þátttöku í leiðum framhaldsfræðslunnar og sýnt framúrskarandi árangur. Fyrirmyndirnar fengu […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar