Dagana 19. og 20. ágúst sóttu 13 verðandi matsaðilar vinnustofu um Fagbréf atvinnulífsins hjá FA til að leggja lokahönd á matslista og undirbúa framkvæmd raunfærnimats í Fagbréfaferlinu.
Það er alltaf ánægjulegt að sjá verkefni sem unnið hefur verið að komast á framkvæmdastig en undirbúningur fyrir framkvæmd hefur staðið yfir á þriðja ár í þéttu samstarfi við atvinnulífið.
Í upphafi komu saman helstu hagaðilar úr starfsgreininni sem samþykktu að hefja þessa vegferð og völdu þau tæknistörf sem fýsilegast væri að vinna með. Þá tóku við hæfnigreiningar starfa, gerð hæfniviðmiða og vinna við matslista. Samhliða þessu hefur farið fram samtal á milli aðila vinnumarkaðar um það hvernig Fagbréf atvinnulífsins verði tengd við kjarasamninga.
Störfin sem voru valin eru ráðstefnutæknar, sviðstjórn, tímabundin mannvirki (rigging), kvikmyndstjórn og ljóstækni.
Nánar má lesa um Fagbréf atvinnulífsins á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins