Námskrárnar þrjár lýsa námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Nám hverrar námskrár er 1800 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 90 framhaldsskólaeiningum.
Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu fólks sem hefur áhuga á að vinna í ferðaþjónustu eða er þegar við störf innan geirans. Tilgangur námsins er jafnframt að efla sjálfstæði við algeng störf sem tengjast þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðafólks og jafnframt að námið sé góður undirbúningur fyrir störf og áframhaldandi nám til frekari sérhæfingar á sviði ferðaþjónustu.