Þjálfun vegna raunfærnimats

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið vegna raunfærnimats til styttingar á námi 19. og 20. mars 2025. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda, en hádegismatur verður í boði báða […]

FA á Menntadegi atvinnulífsins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar tóku virkan þátt í Menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn af Samtökum atvinnulífsins 11. febrúar 2025. FA var með kynningarbás á staðnum en auk þess tóku starfsmenn og stjórnendur FA virkan þátt í deginum. Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri FA, stýrði málstofu um íslenskukennslu í atvinnulífinu þar sem Fjóla María Lárusdóttir […]

Ferðapúlsinn opnaður

Mikið er um að vera hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar þessa dagana en atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, vígði Ferðapúls Hæfnisetursins á Mannamótum Markaðsstofu landshlutanna nú í janúar. Ferðapúlsinn er stafrænt verkfæri sem gerir fyrirtækjum í ferðaþjónustu kleift að taka stöðuna á stafrænni hæfni innan sinna raða. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið að þróun Ferðapúlsins undanfarna mánuði í samvinnu […]

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar