Úttekt á gæðum í starfi fræðsluaðila í framhaldsfræðslu
Útboð – úttekt á gæðum í starfi fræðsluaðila í framhaldsfræðslu . Verðtilboð óskast Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) óskar eftir úttektaraðila til að meta gæði hjá fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu út frá gæðakerfinu EQM/EQM+. Verkefnið er að framkvæma úttektir og leggja mat á hvort gæði hjá viðurkenndum fræðsluaðilum innan framhaldsfræðslu standist kröfur gæðakerfisins sem um ræðir. Meginhlutverk matsaðila […]
Samtal og samstarf um framtíð framhaldsfræðslunnar – fimmtu stoðar menntakerfisins
Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) var haldinn 14. nóvember s.l. og tóku yfir 140 manns þátt í fundinum á staðnum og í streymi. Fundurinn var haldinn í samstarfi við NVL – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, undir yfirskriftinni Rík af reynslu – lærum hvert af öðru. Aðaláhersla fundarins var að draga fram stöðu framhaldfræðslunnar, fá innsýn í þróun […]
Fyrirmyndir í námi fullorðinna á ársfundi FA
Pétur Erlingsson, Beata Justyna Bistula og Ómar Farooq Ahmed hljóta viðurkenninguna fyrirmyndir í námi fullorðinna á þessu ári. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem fram fór í gær. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa bætt stöðu sína eftir þátttöku í leiðum framhaldsfræðslunnar og sýnt framúrskarandi árangur. Fyrirmyndirnar fengu […]
Þjálfun vegna raunfærnimats – námskeið 28. og 29. nóvember
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið um raunfærnimat til styttingar á námi 28. og 29. nóvember 2023. Námskeiðið er ætlað matsaðilum, ráðgjöfum og verkefnastjórum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir. Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda.Námskeiðið verður haldið hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Skipholti […]