Þróun raunfærnimats hjá IÐUNNI
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði […]
Afmælisfundur FA 1. nóvember
FAGBRÉF ATVINNULÍFSINS – Verkfæri til framtíðar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) fagnar 20 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum verður boðið til afmælisfundar í samstarfi við Norræna tengslanetiðu um nám fullorðinna, NVL. Fundurinn fer fram í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 1. nóvember, kl. 11-13. Boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fólk sem mætir […]
Á jákvæð sálfræði erindi í framhaldsfræðslu?
Í nýjustu greininni í Gátt, veftímariti um framhaldsfræðslu sem FA gefur út, velta Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir og Helga Tryggvadóttir upp þeirri spurningu hvort jákvæð sálfræði eigi erindi inn í framhaldsfræðsluna. Þær fjalla um þær kenningar sem jákvæð sálfræði byggir á og koma með tillögur á nýtingu hennar innan framhaldsfræðslunnar. Lesið greinina á vef Gáttar:
Fjölmennt og FA gera samning um hæfnigreiningar
Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hafa gert með sér samning um hæfnigreiningu þriggja starfa. Um er að ræða störf fyrir starfsfólk sem nýtur þjónustu AMS (Atvinna með stuðningi) og Fjölmenntar. Hæfnigreining starfa felst í að kortleggja og skilgreina þá hæfni sem mikilvægt er að starfsmaður búi yfir til að árangur náist í […]