Efni frá VPL Biennale er nú aðgengilegt á heimasíðu ráðstefnunnar
1. Kynningarglærur og upptökur frá kynningum má nálgast hér. 2. Viðtöl við fyrirlesara má nálgast hér. Þar á meðal er viðtal við Ulrich Scharf og Simon Schmid hjá SkillLab en verkefni þeirra um starfsferilsráðgjöf með gervigreind hlaut viðurkenningu á ráðstefnunni. Einnig viðtal við Marie Macauly þar sem hún segir frá alþjóðlegum leiðarvísi UNESCO um það […]
Raunfærnimat í almennri starfshæfni
Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um athyglisverða rannsókn á raunfærnimati í almennri starfshæfni sem Steinunn Björk Jónatansdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum vann. Rannsóknin, sem unnin var fyrir meistaraverkefni, sýndi m.a. fram á að raunfærnimat í almennri starfshæfni virkaði valdeflandi á þátttakendur og hjálpaði þeim verulega að átta sig á […]
Raunfærnimat í skipstjórn – þróun og framkvæmd
Í nýjustu greininni í Gátt fjallar Sólrún Berþórsdóttir, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi hjá Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, um raunfærnimat í Skipstjórn. Viska hefur séð um þróun og framkvæmd raunfærnimats í Skipstjórn sem hófst árið 2013. Alls hafa tæplega 250 manns farið í gegnum raunfærnimat í Skipstjórn frá árinu 2013. Lesið um þetta […]
Nýjum áskorunum á vinnumarkaði mætt með raunfærnimati
Alþjóðleg ráðstefna (VPLBiennale) um leiðir til að gera hæfni sýnilega og raunfærnimat fór fram í Reykjavík dagana 19. og 20. maí sl. Mikil aðsókn var í ráðstefnuna þar sem um 250 þátttakendur frá 27 löndum komu saman til að fá innblástur af erindum og taka þátt í umræðum um þróun raunfærnimats. Um 50 manns fylgdust með […]