Útboð – úttekt á gæðum í starfi fræðsluaðila í framhaldsfræðslu . Verðtilboð óskast
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) óskar eftir úttektaraðila til að meta gæði hjá fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu út frá gæðakerfinu EQM/EQM+. Verkefnið er að framkvæma úttektir og leggja mat á hvort gæði hjá viðurkenndum fræðsluaðilum innan framhaldsfræðslu standist kröfur gæðakerfisins sem um ræðir. Meginhlutverk matsaðila er að tryggja gildi lýsingar fræðsluaðila á gæðaferlinu sem notað er og meta hlutlægt hvort gögn og aðrar upplýsingar uppfylli skilyrði. Sjá nánar á vef FA um gæðavottun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Óskað er eftir tilboði í:
- Úttektir hjá fræðsluaðilum samkvæmt gæðaviðmiðum EQM/EQM+.
- Samstarf við FA vegna skipulags og framkvæmdar á úttektum og eftirliti gæðastjórnunar.
- Reglulegir fundir með FA um framkvæmd, niðurstöður úttekta og þróun gæðakerfisins.
Í lok árs 2023 eru tæplega 20 aðilar, víðsvegar á landinu með EQM/EQM+ gæðavottun og er gert ráð fyrir að svipaður fjöldi verði með vottunina næstu ár. Vottun er gefin út til þriggja ára. Í aðdraganda vottunar er gerð krafa um að úttektaraðili heimsæki alla fræðsluaðila sem óska vottunar. Gerður er samningur til þriggja ára.
Sótt er um gegnum Alfreð hér.