Í nýrri Gáttar grein fjalla Hrannar Baldursson og Guðjónína Sæmundsdóttir, frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, um þátttöku MSS í Erasmus+ verkefninu Cyber Clever. Þar voru kannaðar aðstæður í fimm þátttökulöndum og í kjölfarið hannað fimm daga námskeið í upplýsingaöryggi sem skiptist í eftirfarandi þætti:
- Persónuvernd
- Aðferðir til að hakka og öryggi lykilorða
- Samfélagsmiðlar og hreinlæti á netinu
- Stafrænir veikleikar
- Netöryggi
Fyrirlestrar eru stuttir en áhersla lögð á verklegar æfingar, myndbönd, hagnýt verkefni og samræður.
Lesið greinina á vef Gáttar: