Nú hafa verið birt tölfræðgögn yfir framkvæmd í fullorðinsfræðslu árið 2022.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur frá upphafi starfseminnar, árið 2003, safnað tölfræðigögnum um framkvæmd þeirra verkfæra sem FA hefur þróað. Verkfærin sem um ræðir eru raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námsleiðir fyrir markhóp FA. Á árinu 2003 fóru fyrstu námsmennirnir í gegnum námsleiðir sem FA undirbjó til vottunar. Árið 2006 hófu fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar að bjóða viðtöl um nám og störf til einstaklinga í markhópi FA og árið 2007 fóru fyrstu einstaklingarnir í gegnum raunfærnimat, fyrst í iðngreinum en síðan bættust fleiri greinar við. Hér á vef FA má finna tölfræði yfir framkvæmd í fullorðinsfræðslunni frá 2003 til ársins 2022.
Kynnið ykkur tölfræðina hér á vef FA: