Vöruflutningaskólinn

Vöruflutningaskólinn er 339 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 23 eininga. Námið er ætlað þeim sem starfa hjá flutningafyrirtækjum og vilja bæði styrkja faglega hæfni sína og efla sjálfstraust. Námskrá á pdf

Verslunarfulltrúi

Verslunarfulltrúi er 580 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 29 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi verslunarfulltrúa eða samsvarandi starfi. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Verslunarfulltrúi“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni Námslýsing á pdf

Sölu- markaðs- og rekstrarnám

Sölu- markaðs- og rekstrarnám  er 440 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 22 framhaldsskólaeininga. Náminu er ætlað að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem sinna eða hafa hug á að sinna, sölustörfum, markaðsmálum eða stofna til eigin reksturs. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Starfsnám í vöruhúsi

Starfsnám í vöruhúsi er 120 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 6 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í vöruhúsum við að taka á móti og afgreiða vörur ásamt því að fylgjast með vörulager. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Skrifstofuskólinn

Skrifstofuskólinn er 360 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 18 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á tölvur, bókhald og skrifstofutækni. Námskráin á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Skrifstofunám

Skrifstofunám er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er fyrir þá sem hafa hug á að sinna almennum skrifstofustörfum eða sækja frekara nám á því sviði. Námskrá í námskrárgrunni Námskráin er þróuð af Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Skjalaumsjón

Skjalaumsjón er 160 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 8 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við skjölun og frágang skjala, með sérstakri áherslu á rafræna skjalastjórnun. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Skjalaumsjón“, sem finna má hér Námskrá á pdf Námskrá […]

Móttaka og miðlun 

Móttaka og miðlun er 60 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 3 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við móttöku viðskiptavina og veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Vöruþróunarstjóri

Hæfniþættir sem birtir eru í þessum starfaprófíl eru almennt á þrepi 4 miðað við hæfniramma um íslenska menntun. Útgáfa 2018. Starfaprófíll á pdf

Verslunarstjóri

Hæfniþættir sem birtir eru í þessum starfaprófíl eru almennt á þrepi 4 miðað við hæfniramma um íslenska menntun. Útgáfa 2016. Starfaprófíll pdf

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar