Verkfærni  í framleiðslu

Verkfærni  í framleiðslu er 220 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 11 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum og styrkja þá til frekara náms. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Nám í stóriðju – framhaldsnám

Nám í stóriðju – framhaldsnám er 500 klukkustunda nám á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 25 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju og hafa lokið námi samkvæmt námskránni Nám í stóriðju – grunnnám. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Nám í stóriðju – grunnnám

Nám í stóriðju – grunnnám er 400 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 20 framhaldsskólaeininga. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni. Námskrá á pdf Námskrá í námskrárgrunni

Aðstoðarmaður í málmiðnaði

Hæfniþættir sem birtir eru í þessum starfaprófíl eru almennt á þrepi 2 miðað við hæfniramma um íslenska menntun. Útgáfa 2018. Starfaprófíll pdf

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar