Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimat í iðn- og starfsgreinum hjá IÐUNNI fræðslusetri. IÐAN hefur boðið uppá raunfærnimat síðan 2007 og hefur það fest sig í sessi sem markviss leið til að staðfesta færni fólks óháð því hvernig hennar er aflað.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi séð um að móta aðferðafræði og gæðaviðmið sem Iðan, viðurkenndur fræðsluaðili, byggir framkvæmdina á. Nú í haust urðu ákveðin tímamót þegar tekið var í notkun rafrænt umsýslukerfi sem hannað var að frumkvæði Iðunnar en í samvinnu við FA.
Lesið um þróun raunfærnimats í iðngreinum á vef Gáttar: