Þjálfun vegna raunfærnimats á Akureyri 14. og 15. maí 2024

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) heldur námskeið um raunfærnimat til styttingar á námi á Akureyri 14. og 15. maí 2024.

Námskeiðið er ætlað matsaðilum, verkefnastjórum og ráðgjöfum sem koma að raunfærnimatsverkefnum. Einnig eru hagsmunaaðilar sem vilja kynna sér framkvæmd raunfærnimats velkomnir.

Ekkert námskeiðsgjald er, en FA greiðir hvorki fyrir ferðir né uppihald þátttakenda, en hádegismatur verður í boði báða dagana.

Námskeiðið verður haldið hjá SÍMEY símenntunarsmiðstöð Eyjafjarðar, Þórsstíg 4, Akureyri

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ

Tímar námskeiðs

Þriðjudagur 14. maí, kl. 08:30 – 15:30
Miðvikudagur 15. maí, kl. 08:30 – 14:30

Námskeiðslýsing

Tilgangur námskeiðanna er að kynna fyrir þátttakendum hugtakið raunfærnimat og þjálfa þá í því að vinna við raunfærnimat samkvæmt því ferli sem þróað hefur verið hér á landi. Námskeiðið er liður í að formfesta raunfærnimatsferlið, stuðla að gæðum og mæta síauknum þörfum. Námskeiðið er um 13 klukkustundir.

Leiðir á námskeiðinu

Á námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningu á raunfærnimati, reglugerðir, lög og framkvæmd. Farið verður yfir það raunfærnimatsferli sem þróað hefur verið hér á landi og greiningardæmi tekin til glöggvunar á framkvæmd þess. Lögð er áhersla á almenna virkni þátttakenda í gegnum umræður og æfingar í hópum þar sem þátttakendur fá tækifæri til að byggja upp færni í að meta raunfærni á uppbyggilegan og réttmætan hátt og finna lausnir á álitamálum.

Reglugerð no.1163

Þann 30. október 2011 kom út reglugerð vegna framhaldsfræðslulaga og þar segir m.a.: Sérfræðingar sem annast raunfærnimat skulu hafa aflað sér fullnægjandi þekkingar og þjálfunar í mati á raunfærni samkvæmt kröfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Leiðbeinendur

Frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins eru leiðbeinendur á námskeiðinu Haukur Harðarson og Fjóla María Lárusdóttir.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar