Hæfnisetur ferðaþjónustunnar leitar að hugmyndaríkum, skapandi og öflugum liðsfélaga í starf sérfræðings.
Helstu verkefni eru meðal annars fræðslu- og kynningarheimsóknir til fyrirtækja. Hæfnisetrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA). Sjá nánar á www.hæfni.is
Helstu verkefni:
- Styðja við, þróa og efla hæfni og fagmennsku stjórnenda og starfsfólks í ferðaþjónustu, m.a. á sviði sjálfbærni og stafrænna lausna
- Náin samvinna við atvinnulíf og hagaðila
- Heimsóknir og samskipti til að stuðla að samvinnu um fræðslu og menntun
- Greina fræðsluþarfir fyrirtækja í ferðaþjónustu og þróa lausnir
- Miðlun upplýsinga og efnis á samfélagsmiðla og efnisveitur
- Textagerð og efnissköpun
- Ýmis önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða rík reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af kynningar- og markaðsmálum æskileg
- Reynsla af starfi í ferðaþjónustu er kostur
- Haldgóð reynsla af fræðslu- og/eða mannauðsmálum
- Rík samstarfs- og samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög góð tölvufærni og tæknilæsi
- Góð færni, bæði í ræðu og riti, á íslensku og ensku
Um 80% framtíðarstarfstarf er að ræða.
Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2025
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.