Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styður við þróunarstarf á sviði náms- og starfsráðgjafar, veitir ráðgjöfum innan framhaldsfræðslunnar faglegan stuðning og eykur sérþekkingu í ráðgjöf í samræmi við gæðakröfur. Ráðgjöfin er víðtæk og lögð áhersla á ólíkar þarfir fólks við þróun eigin starfsferils.
Ráðgjöf og atvinnulífið
Fyrirtæki geta leitað eftir samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um ráðgjöf fyrir starfsfólk sitt. Þar gefst meðal annars kostur á að draga fram áhugasvið og styrkleika starfsfólks og finna leiðir til hæfniþróunar. Þannig getur fólk dafnað betur í starfi og viðhaldið hæfni í takt við þarfir.
Náms- og starfsráðgjöf
stendur til boða á öllum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum landsins. Megináhersla er lögð á að ná til þeirra sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi og er ráðgjöfinni ætlað að auðvelda fólki að ákveða stefnu í námi eða starfi út frá eigin áhuga og styrkleikum. Þjónustan er markhópi framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu.
Ráðgjöf um nám- og störf er fjölbreytt og getur falist í almennri upplýsingagjöf, hvatningarsamtölum og viðtölum við náms- og starfsráðgjafa. Verkefni ráðgjafa geta falið í sér aðstoð við raunfærnimat, upplýsingar um námsstyrki, gerð ferilskrár, áhugasviðskönnun og markmiðssetningu.
Ef vitnað er í prentað efni eða efni af heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar ber að geta heimilda