Raddir ungs fólks með erlendan bakgrunn

Fræðslumiðstöð atvinnulífins (FA) og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) stýra verkefninu Raddir fólks með erlendan bakgrunn – inngilding í nám, starf og samfélag í samstarfi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið. Verkefnið er hluti af áætlun ráðuneytanna vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023.

Í verkefninu verða haldnir rýnifundir víða um land með hópum ungs fólks með erlendan bakgrunn (18-35 ára) til að draga fram þeirra sýn á aðgengi að námi, vinnumarkaði og öðrum sviðum samfélagsins. Einnig verður leitað eftir sýn ýmissa stefnumótunar- og þjónustuaðila sem og fyrirtækja á hvernig aðlaga megi ferla í takt við þarfir innflytjenda. Þann 11. maí verður haldin norræn vinnustofa þar sem markhópur verkefnisins, stefnumótendur og þjónustuaðilar koma saman til að vinna með niðurstöður rýnifundanna og móta áætlun um aðgerðir. Ferlið verður unnið í nánu samstarfi við innlendan bakhóp verkefnisins, sérfræðinet innan NVL og innlenda aðferðafræðinga.

Verkefnið er styrkt af Norrænu embættismannanefndinni um menntamál og rannsóknir (EK-U) og Norrænu embættismannanefndinni um vinnumál (EK-A).

Nánar um viðburðinn

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar