Smiðja 1 – 2 er 160 klukkustunda nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin er í sjálfstæðu framhaldi af Smiðju 1 – 1 með vaxandi stíganda. Við stíganda milli námskránna Smiðja 1-1 og Smiðja 1-2 er tekið mið af evrópska hæfnirammanum um menntun, þrep eitt og þrep tvö. Námið er ætlað fólki sem vill kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum við að byggja upp verkkunnáttu, reynir á sköpunarkraft, samhæfingu og fjölbreytt tjáningarform þátttakenda.
Námskrá í námskrárgrunni
Til að keyra smiðju námskrár þarf að liggja fyrir lýsing á verkefni sem tekið er fyrir. FA hefur þróað sniðmát fyrir fræðsluaðila til að skrifa lýsingar á verkefnum fyrir smiðju.
Námskráin hlaut vottun í desember 2022.
Dæmi um smiðjur;