Námsleiðin Hagnýt íslenska í lífi og samfélagi – B1 nýtir þrjá námsþætti námskrár FA Íslensk menning og samfélag, alls 136 klukkustunda vinnuframlag nema og jafngildir 6 framhaldsskólaeiningum.
Námið er fyrir fólk sem vill efla sig og styrkja færni sína í íslensku og upplýsingatækni með það að markmiði að verða virkari þátttakendur í samfélagi og menningu landsins. Námið er á hæfniþrepi tvö samkvæmt Hæfniramma um íslenska menntun.