Grunnnám fyrir skólaliða er 70 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 6 eininga. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa umsjón með grunnskólabörnum í frímínútum, í útivist og á matmálstímum auk þess að ræsta skólahúsnæði og sinna skyldum verkefnum á því sviði.