Í nýrri grein í Gátt er umfjöllun um grunnleikni, nánar tiltekið talnaleikni. Viðmælendur eru Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður Hringsjá og Halldór Þorsteinsson stærðfræðikennari.
Halldór hefur náð góðum árangri og hann veitir lesendum innsýn í aðferðirnar sem hann beitir við kennsluna. Greinin er birt með góðfúslegu leyfi frá NVL en hún er skrifuð fyrir greinasafn grunnleikninet NVL. Netið mun standa fyrir Norrænni ráðstefna um stærðfræðinám fullorðinna í apríl nk. Þar munu rannsakendur og iðkendur kynna sjónarhorn á sviðum sem eru miðlæg í stærðfræðinámi fullorðinna. Stærðfræðikunnátta og hæfni er nauðsynleg forsenda virkra þátttöku fullorðinna í samfélaginu sem og skilyrði fyrir tengingu við atvinnulífið og aðgang að menntun.
Lesið greinina á vef Gáttar: