Hvernig eflum við færni leiðbeinanda í fullorðinsfræðslu?

Á Íslandi, og víðast hvar, hafa leiðir til að mennta sig sem leiðbeinandi fullorðinna ekki enn verið skýrt varðaðar fyrir þá sem ekki setjast á háskólabekk til að læra um slíkt. Einsaklingar sem taka að sér að kenna fullorðnum, hefðu því gagn af hagnýtri þekkingu og leikni sem nýtist til að skipuleggja og leiða þá námsferla sem þeim hefur verið falið að leiða í vinnu sinni og frístundum.

Í nýrri grein í Gátt fjalla Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Hróbjartur Árnason og Lilja Rós Óskarsdóttir um hagnýtt verkefni sem hafði það markmið að mæta brýnni þörf fyrir hæfni/færniuppbyggingum fyrir leiðbeinanda fullorðinna í einföldum og skýrum skrefum. Verkefnið var unnið í samvinnu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Háskóla Íslands.

Lesið um verkefnið á vef Gáttar:

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar