Í nýrri grein í Gátt, veftímariti um fullorðinsfræðslu, fjallar Lilja Rós Óskarsdóttir um Fagbréf atvinnulífsins sem unnin hafa verið með hópum starfsmanna hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fyrstu Fagbréfin voru veitt til sérhæfðra starfsmanna í matvælavinnslu hjá SS fyrir fjórum árum og nú hefur þessi leið til viðurkenningar og þróunar starfsmanna verið að festa sig í sessi hjá SS. Í matvælavinnslu eru gerðar strangar kröfur um gæði, framleiðsluhætti og skráningar og því er Fagbréfaleiðin kjörin til að meta stöðu starfsmanna, þjálfa þau í því sem uppá vantar og viðurkenna þekkingu þeirra og reynslu í sínum störfum.
Lesið um árangur Fagbréfaleiðarinnar hjá SS á vef Gáttar: