Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gefur út vefritið Gátt sem ætlað er að vera vettvangur fyrir efni um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði. Í ritinu eru bæði fræðilegar greinar og almennar og þar fer fram kynning á rannsóknum og lausnum í fullorðinsfræðslu og símenntun, jafnt hagnýtum sem fræðilegum. Í ritinu eru greinar, viðtöl og frásagnir af nýjungum, farsælum verkefnum, framtíðarhugmyndum og breytingum á sviði framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði ásamt reynslusögum af verkefnum á Íslandi, bæði úr fyrirtækjum og fræðslustofnunum.
Gátt var fyrst gefin út árið 2004 sem ársrit og kom út í tengslum við ársfund Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í nóvember ár hvert. Frá árinu 2017 á haustmánuðum 2019 á sérstakan vef fyrir Gátt.
Allar greinar úr Gátt eru aðgengilegar á vef Gáttar. Árgangar frá 2017 í vefútgáfu en árgangar 2004 – 2016 ásamt greinum úr þeim í pdf hér.
Hægt að sækja pdf útgáfu af heildarritum árganga 2004 – 2016 hér fyrir neðan með því að smella á myndirnar.