Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er umsjónar- og vottunaraðili EQM/EQM+. Mat á gæðavottun er framkvæmt af óháðum matsaðila.
Árgjald
Hljóti fræðsluaðili vottun skuldbindur hann sig til greiðslu árgjalds til þriggja ára frá því ári sem vottunin tekur gildi. Árgjaldið er greitt til FA.
Árgjaldið árið 2025
EQM kr. 269.000
EQM+ kr. 287.000
Innifalið í árgjaldi eru gögn vegna gæðavottunar, ein úttekt matsaðila, vottunarskírteini og afnot EQM merkisins á vef og prentuðu efni.
Óski fræðsluaðili eftir frekari þjónustu matsaðila svo sem kynningu, ráðgjöf eða ef viðbótarheimsókn er nauðsynleg greiðir hann sérstaklega fyrir það skv. gjaldskrá matsaðila.
EQM verkfæri til sjálfsmats og eflingu gæða
Handbók fræðsluaðila um EQM/EQM+
Hlutverk umsjónaraðila EQM/EQM+
Fræðsla – Leiðbeiningar og matslisti fyrir fræðsluaðila
Raunfærnimat – Leiðbeiningar og matslisti fyrir fræðsluaðila
Náms- og starfsráðgjöf – Leiðbeiningar og matslisti fyrir fræðsluaðila
Bakgrunnur EQM
EQM er gæðamerki sem var þróað í samstarfi fulltrúa átta Evrópulanda. Fyrsta útgáfa var afrakstur verkefnis sem bar heitið RECALL, Recognition of Quality in Lifelong Learning, sem unnið var að á árunum 2006 – 2008 með styrk frá Leonardo da Vinci menntaáætlun Evrópusambandsins. Þessi endurskoðaða útgáfa er afurð samstarfsverkefnisins Quality assurance within adult education, sem var unnið á árunum 2014 – 2016 með styrk frá menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar Nordplus Voksen.
Frekari upplýsingar fást hjá FA, sími 599-1400.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið frae@frae.is