Gæðaviðmið EQM

Fræðsla

1. Stjórnun, markmið og umsýsla fræðslu

  • Fræðsluaðili tryggir að starfsfólk (þ.m.t. verktakar): taki þátt í gæðastarfi, viðhaldi gæðamenningu og njóti stuðnings við að skilja og nýta gæðaferlið.
  • Fræðsluaðili tryggir að fyrir liggi gæðaferlar og áætlanir um innleiðingu úrbóta.
  • Fræðsluaðili tryggir að niðurstöður innra gæðamats séu skjalfestar og aðgerðum til úrbóta hrint í framkvæmd.
  • Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur sem koma að fræðslu taki þátt í endurgjöf, endurskoðun og úrbótum á framkvæmd.
  • Fræðsluaðili tryggir að niðurstöður endurgjafar verði notaðar í umbótastarfi til að auka gæði fræðslu.
  • Fræðsluaðili tryggir að starfsfólk sem kemur að fræðslu þekki lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og siðareglur kennara.
  • Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur séu hæfir á grundvelli menntunar, þjálfunar og/eða reynslu sinnar eftir því sem við á.
  • Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur fái stuðning til að afla sér kennslufræðilegrar þjálfunar og símenntunar.
  • Fræðsluaðili hefur skýr og mælanleg markmið um framkvæmd fræðslu.
  • Fræðsluaðili skilgreinir hvaða verkferlar gildi við lok náms.
  • Fræðsluaðili skilgreinir hvað námsmenn þurfi að uppfylla til að ljúka námi á fullnægjandi hátt.

2. Upplýsingagjöf og varðveisla gagna

  • Fræðsluaðili er með stefnu um meðferð og varðveislu persónuupplýsinga sbr. lög nr. 90/2018.
  • Fræðsluaðili tryggir að námsmenn fái upplýsingar um nám og mögulegan ávinning af því.
  • Fræðsluaðili hefur ferli til þess að vakta þarfir/óskir fólks sem hefur sýnt áhuga á námi.
  • Fræðsluaðili varðveitir nákvæmar upplýsingar um nám, námsferla og skráningar sbr. lög nr. 77/2014.
  • Fræðsluaðili varðveitir nákvæmar upplýsingar um þátttöku námsmanna.
  • Við lok náms lætur fræðsluaðili námsmönnum í té staðfestingu um árangur í samræmi við hæfniviðmið.
  • Námsárangur/námslok námsmanna eru skráð og varðveitt í kerfi fræðsluaðila.
  • Fræðsluaðili hefur ferli til að taka við ábendingum og kvörtunum.
  • Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur fái endurgjöf frá námsmönnum að námi loknu sem er notuð til umbóta.

3. Undirbúningur og framkvæmd fræðslu

  • Fræðsluaðili tryggir viðeigandi aðbúnað (aðgengi, tækjabúnað, eða annað sem þarf).
  • Fræðsluaðili býður upp á aðstöðu sem hæfir fullorðnum námsmönnum og viðfangsefnum.
  • Fræðsluaðili tryggir að hönnun náms byggi á greiningu á þörfum námsmanna, atvinnulífs og annarra aðila eftir aðstæðum.
  • Fræðsluaðili tryggir að námsframboð sé endurskoðað reglulega í takt við þarfir atvinnulífsins og samfélagsins í heild.
  • Fræðsluaðili leggur til skýr og mælanleg hæfniviðmið í samræmi við nám sem í boði er.
  • Fræðsluaðili skal tryggja að námsmenn séu upplýstir um skipulag, efnistök og framkvæmd náms.
  • Fræðsluaðili tryggir að komið sé til móts við fjölbreyttar þarfir námsmanna meðan nám stendur yfir.
  • Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur fái stuðning við að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum til þess að mæta einstaklingsbundnum þörfum námsmanna og settum hæfniviðmiðum.
  • Fræðsluaðili tryggir að námsmenn fái stuðning við að setja fram áætlun um leiðir til að ná hæfniviðmiðum námsins.
  • Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinandi framfylgi lýsingu náms.
  • Áður er nám hefst skal fræðsluaðili tryggja að námsmenn séu upplýstir um hvernig námsárangur á móti hæfniviðmiðum er metinn og hvernig endurgjöf er háttað.
  • Fræðsluaðili tryggir að leiðbeinendur beiti fjölbreyttum aðferðum til þess að meta framgang náms hjá námsmönnum.

*nám= námsleiðir, styttri eða lengri námskeið

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar